West Ham fær Thilo Kehrer

Varnamaðurinn Thilo Kehrer.
Varnamaðurinn Thilo Kehrer. Ljósmynd/West Ham

Þýski knattspyrnumaðurinn Thilo Kehrer gengur til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham frá franska meistaraliðinu Paris Saint-Germain.

Kehrer er sjötti leikmaður sem West Ham fær í glugganum en félagið fékk hann fyrir 10 milljónir punda.

Hann er 25 ára gamall og getur spilað bæði sem miðvörður og bakvörður. Hann er í þýska landsliðinu og hefur spilað 20 landsleiki og einnig var hann í yngri landsliðum.

Kehrer gerði fjögurra ára samning við félagið með möguleika á að bæta tveimur árum við.

mbl.is