Eitt mesta afrek í sögu enska fótboltans

Tímabilið 2003/04 mun seint gleymast fyrir stuðningsmenn enska knattspyrnufélagsins Arsenal. Eftir að hafa misst niður gott forskot á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni tímabilið á undan gerði liðið sér lítið fyrir og varð Englandsmeistari án þess að tapa leik.

Arsenal varð þar með annað liðið í sögu ensku deildakeppninnar til að verða meistari án þess að tapa en Preston afrekaði slíkt tímabilið 1888/89. Preston varð einnig bikarmeistari sama tímabil og tapaði því ekki einum einasta leik allt tímabilið.

Stutta heimildamynd um afrek Arsenal má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, þar sem rætt er við leikmennina Patrick Vieira, Freddie Ljungberg og Dennis Bergkamp, ásamt því að knattspyrnustjórinn Arsene Wenger kemur við sögu og okkar Eiður Smári Guðjohnsen. 

mbl.is