Tilþrifin: Stórglæsileg mörk Neves og Saint-Maximin

Tvö gullfalleg mörk litu dagsins ljós þegar Wolverhampton Wanderers og Newcastle United skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.

Rúben Neves kom Úlfunum yfir seint í fyrri hálfleik með frábæru skoti rétt fyrir utan vítateig.

Heimamenn komust í 2:0 seint í leiknum en eftir aðkomu VAR var markið dæmt af vegna brots.

Á 90. mínútu jafnaði Allan Saint-Maximin metin fyrir Newcastle með stórkostlegu skoti á lofti úr D-boganum eftir misheppnaða hreinsun Hwang Hee-Chan.

Í uppbótartímanum fékk Elliot Anderson dauðafæri til þess að tryggja Newcastle sigurinn en skalli hans af stuttu færi fór í þverslána.

Allt ofangreint og meira til úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is