Mörkin: Stórkostleg þrenna Toney í markaveislu

Ivan Toney skoraði þrennu fyrir Brentford þegar liðið vann frábæran 5:2-sigur á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.

Fyrst skoraði hann af öryggi úr vítaspyrnu og svo skoraði hann með eindæmum fallegt mark beint úr aukaspyrnu.

Luis Sinisterra minnkaði muninn fyrir Leeds með góðu marki en Toney fullkomnaði þrennuna með afskaplega snyrtilegri afgreiðslu eftir að Illan Meslier var kominn langt út úr marki sínu.

Marc Roca minnkaði muninn í 3:2 en Bryan Mbeumo og Yoane Wissa bættu við mörkum og þriggja marka sigur því niðurstaðan.

Markaveisluna má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is