Jóhann Berg: Frábær leikaraskapur hjá Mendy

„Mér fannst þetta vera mark,“ agði Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, í Vellinum á Símanum Sport þegar rætt var um markið sem var dæmt af West Ham í leiknum gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge í Lundúnum um helgina.

Leiknum lauk með 2:1-sigri Chelsea en á 90. mínútu jafnaði Maxwel Cornet metin fyrir West Ham en markið fékk ekki að standa.

Dómari leiksins, Andrew Madley, nýtti sér myndbandsdómgæsluna, áður en hann tók ákvörðun um að dæma aukaspyrnu á Jarrod Bowen, sóknarmann West Ham, í aðdraganda marksins.

„Hann rétt snertir Mendy [markvörð West Ham] og Mendu auðvitað með frábæran leikaraskap og heldur um öxlina,“ sagði Jóhann Berg.

„Það vantar fyrrverandi leikmenn í VAR-herbergið sem hafa meiri leikskilning en dómararnir,“ sagði Jóhann Berg meðal annars.

mbl.is