„Það er vel hugsað um mig sem er smá tilbreyting“

„Þetta er mjög skemmtilegt núna og það er gaman að spila fótboltann sem Vincent Kompany vill spila,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku B-deildinni í knattspyrnu, í Vellinum á Síminn Sport um helgina.

Jóhann Berg, sem er 31 árs gamall, er að koma sér aftur af stað eftir meiðsli en Vincent Kompany tók við stjórnartaumunum hjá Burnley í sumar eftir að Sean Dyche var rekinn frá félaginu í apríl.

„Þetta er aðeins öðruvísi en hjá Dyche,“ sagði Jóhann Berg.

„Kompany talaði um það þegar hann kom að hann byggir sína hugmyndafræði á fótboltanum sem Pep Guardiola vill spila og það sést.

Ég er í fínu standi og það er vel hugsað um mig sem er smá tilbreyting frá því þegar manni var bara hent út á völl og látinn hlaupa eins og brjálaður maður,“ sagði Jóhann Berg.

Jóhann Berg Guðmundsson er kominn af stað með Burnley á …
Jóhann Berg Guðmundsson er kominn af stað með Burnley á nýjan leik. AFP
mbl.is