Frá Noregi í ensku úrvalsdeildina?

Alfons Sampsted fagnar norska meistaratitlinum með Bodö/Glimt undir stjórn Kjetil …
Alfons Sampsted fagnar norska meistaratitlinum með Bodö/Glimt undir stjórn Kjetil Knutsen. Ljósmynd/Bodö/Glimt

Kjetil Knutsen, þjálfari Bodö/Glimt í Noregi, er einn þeirra sem kemur til greina sem næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Brighton.

Telegraph greinir frá í dag. Graham Potter yfirgaf Brighton fyrir helgi til að taka við Chelsea og leitar félagið því að nýjum stjóra.

Undir stjórn Knutsen hefur Bodö/Glimt náð mögnuðum árangri og orðið Noregsmeistari tvö síðustu tímabil og komist langt í Sambandsdeild Evrópu. Alfons Sampsted hefur verið lykilmaður hjá liðinu undir stjórn þjálfarans.  

mbl.is