Klappað fyrir drottningunni á Englandi

Elísabet II. Bretadrottning ríkti í 70 ár.
Elísabet II. Bretadrottning ríkti í 70 ár. AFP/Geoffroy van der Hasselt

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hafa ákveðið að heiðra Elísabetu II. Bretadrottningu í leikjum deildarinnar um komandi helgi.

Þetta tilkynnti enska úrvalsdeildin á heimasíðu sinni í dag en til stendur að klappa fyrir drottningunni á 70. mínútu í öllum sjö leikjum helgarinnar.

Drottningin fyrrverandi lést á fimmtudaginn síðasta eftir 70 ára valdatíð en öllum leikjum deildarinnar var frestað um síðustu helgi af virðingu við Elísabetu.

Þá hefur þremur leikjum einnig verið frestað um næstu helgi vegna fráfalls drottningarinnar en leik Chelsea og Liverpool var frestað, sem og leik Manchester United og Leeds og leik Brighton og Crystal Palace.

mbl.is