Mál Gylfa Þórs enn á borði lögreglu

Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn í júlí á síðasta ári.
Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn í júlí á síðasta ári. AFP

Mál knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er enn á borði lögreglunnar í Manchester en þó er óljóst hvort leikmaðurinn sé enn í farbanni.

Þetta kom fram í skriflegu svari lögreglunnar í Manchester við fyrirspurn RÚV en Gylfi var handtekinn fyrir fjórtán mánuðum síðan fyrir brot gegn ólögráða einstaklingi.

Í svari lögreglunnar í Manchester kom einnig fram að hún myndi ekki tjá sig um mál íslenska landsliðsmannsins fyrr en að ákæra yrði gefin út, eða þá að málið yrði látið niður falla. 

Gylfi Þór, sem er 33 ára gamall, er án félags sem stendur en samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út í sumar.

Hann sást opinberlega í fyrsta sinn í sumar þegar hann fylgdist með íslenska kvennalandsliðinu í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fór á Englandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert