Nýjasti leikmaður Liverpool á förum?

Arthur Melo hefur komið við sögu í einum leik með …
Arthur Melo hefur komið við sögu í einum leik með Liverpool á tímabilinu. AFP/Lindsey Parnaby

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool íhuga nú að rifta samningi við brasilíska miðjumanninn Arthur Melo.

Það er ítalski miðillinn Tuttomercatoweb sem greinir frá þessu en Arthur, sem er 26 ára gamall, gekk til liðs við Liverpool á láni frá Juventus á lokadegi félagaskiptagluggans.

Miðjumaðurinn hefur komið við sögu í einum leik með Liverpool, gegn Napoli í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Í frétt ítalska miðilsins kemur meðal annars fram að Liverpool gæti rift samningi Arthurs strax í janúar ef liðið sér möguleika á því að fá inn nýjan miðjumann.

Arthur hefur leikið með bæði Barcelona og Juventus á ferlinum og þá á hann að baki 22 A-landsleiki fyrir Brasilíu.

mbl.is