Farið varlega með Jóhann Berg

Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley í vikunni.
Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley í vikunni. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley gegn Preston í ensku B-deildinni í fótbolta á þriðjudaginn var, eftir að hafa leikið fjóra leiki í röð þar á undan.

Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Burnley, segir að Jóhann Berg þurfi að fá hvíld inn á milli, þar sem hann hefur glímt við erfið meiðsli í langan tíma.

„Hann hefur verið að glíma við meiðsli og við þurfum að fara vel með hann. Hann er mikilvægur fyrir okkur en ef það er eitthvað að, þá hvílum við hann. Vonandi verður hann klár á laugardaginn,“ sagði Kompany við Sky eftir leik.

mbl.is