Nýr enskur hópur áfall fyrir Heimi

Heimir Hallgrímsson fær ekki að nota Ivan Toney.
Heimir Hallgrímsson fær ekki að nota Ivan Toney. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari karlaliðs Englands í fótbolta, valdi í dag 26 manna hóp fyrir leikina gegn Ítalíu og Þýskalandi í Þjóðadeildinni síðar í mánuðinum.

Ivan Toney, framherji Brentford, er í hópnum í fyrsta skipti en það er nokkuð högg fyrir Heimi Hallgrímsson, sem verður kynntur sem landsliðsþjálfari Jamaíka á morgun.

Knattspyrnusamband Jamaíka vonaðist til að Toney gæfi kost á sér fyrir sitt landslið, en nú er sú von úr sögunni. Toney hefur skorað fimm mörk í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, þar af þrjú gegn Leeds á dögunum. 

Ivan Toney er í hópnum í fyrsta skipti.
Ivan Toney er í hópnum í fyrsta skipti. AFP/Adrian Dennis

Enski hópurinn:

Markverðir: Dean Henderson, Nick Pope, Aaron Ramsdale.

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Conor Coady, Eric Dier, Marc Guehi, Reece James, Harry Maguire, Luke Shaw, John Stones, Fikayo Tomori, Kieran Trippier, Kyle Walker.

Miðjumenn: Jude Bellingham, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice, James Ward-Prowse.

Sóknarmenn: Tammy Abraham, Jarrod Bowen, Phil Foden, Jack Grealish, Harry Kane, Bukayo Saka, Raheem Sterling, Ivan Toney.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert