Ronaldo byrjar í Moldóvu

Cristiano Ronaldo spilar gegn Sheriff.
Cristiano Ronaldo spilar gegn Sheriff. AFP/Oli Scarff

Cristiano  Ronaldo kemur á ný inn í byrjunarlið Manchester United í dag þegar liðið mætir Sheriff Tiraspol í Moldóvu í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta.

Ronaldo hefur talsvert þurft að verma varamannabekkinn hjá Erik ten Hag á fyrstu vikum tímabilsins en hann verður í fremstu víglínu í dag ásamt Jadon Sancho og Antony.

Leikur liðanna hefst klukkan 16.45 að íslenskum tíma. United tapaði á heimavelli, 0:1, fyrir Real Sociedad í fyrstu umferðinni en Sheriff vann stórsigur á útivelli gegn Omonia Nikósía á Kýpur, 3:0.

Lið United er þannig skipað:

mbl.is