Bestur í fullkomnum mánuði

Mikel Arteta og hans menn í Arsenal voru óstöðvandi í …
Mikel Arteta og hans menn í Arsenal voru óstöðvandi í ágúst. AFP/Glyn Kirk

Mikel Arteta hjá Arsenal var í dag útnefndur knattspyrnustjóri ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattpsyrnu.

Arteta átti fullkominn mánuð við stjórnvölinn hjá Arsenal en liðið vann fimm fyrstu leiki sína í deildinni og tapaði ekki stigum fyrr en í september.

Þetta er í þriðja sinn sem Arteta hlýtur þennan heiður en hann var áður valinn í september 2021 og í mars 2022.

Antonio Conte hjá Tottenham, Pep Guardiola hjá Manchester City, Graham Potter hjá Brighton og Marco Silva hjá Fulham voru þeir sem komu til greina í kjörinu, þar sem almenningur greiddi atkvæði ásamt því að sérstök dómnefnd kom að kjörinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert