Þjálfarar hjá Liverpool og Newcastle í bann

Fabio Carvalho fagnar markinu sem varð til þess að upp …
Fabio Carvalho fagnar markinu sem varð til þess að upp úr sauð. AFP/Paul Ellis

Þjálfararnir John Achterberg hjá Liverpool og Daniel Hodges hjá Newcastle eru komnir í eins leiks bann vegna atviks sem átti sér stað er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á dögunum.

Upp úr sauð þegar Fabio Carvalho tryggði Liverpool sigurinn með marki á áttundu mínútu uppbótartímans og hafa Achterberg og Hodges verið úrskurðaðir í leikbann, en þeir eru í þjálfarateymi aðalliða sinna félaga.

Þá var Achterberg gert að greiða 7.000 pund í sekt og Hodges 6.000 pund.

mbl.is