Norðmaðurinn slær enn eitt metið

Norðmaðurinn er óstöðvandi þessa stundina.
Norðmaðurinn er óstöðvandi þessa stundina. AFP

Öll augu beinast að norska framherjanum Erling Haaland þessa stundina en hann sló enn eitt metið í leik Wolves og Manchester City sem er í gangi í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Staðan er 2:0 fyrir City eftir aðeins 25. mínútuna leik og það var Haaland sem skoraði annað mark Manchester-liðsins með skoti fyrir utan teig. Með því er hann fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora í hverjum af fyrstu fjórum útileikjum sínum. 

Magnað afrek hjá Norðmanninum sem heldur bara áfram og áfram að skora en hann er nú kominn með 11 mörk í deildinni. 

Þetta er einnig fyrsta mark Haalands fyrir utan teig síðan í mars árið 2021. Síðan þá hefur hann skoraði 67 mörk innan teigs. 

mbl.is