Norræn mörk er nýliðarnir sóttu stig í Newcastle

Alexander Isak jafnaði metin fyrir Newcastle.
Alexander Isak jafnaði metin fyrir Newcastle. AFP

Newcastle og Bournemouth gerðu 1:1 jafntefli í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í Newcastle í dag. 

Daninn Philip Billing kom gestunum yfir með skoti eftir sendingu frá Jordan Zemura á 62. mínútu en Svínn Alexander Isak jafnaði metin úr öruggri vítaspyrnu fimm mínútum síðar. 

Newcastle stjórnaði mest megnis leiknum en náði ekki að nýta sér sín færi og leiknum lauk því með 1:1 jafntefli. 

Newcastle er í tíunda sæti með átta stig, Bournemouth er með jafnmörg stig en tveimur sætum neðar á markatölu. 

mbl.is