Arsenal aftur á sigurbraut

Fabio Vieira fagnar ásamt Granit Xhaka eftir að hafa skorað …
Fabio Vieira fagnar ásamt Granit Xhaka eftir að hafa skorað þriðja mark Arsenal í dag. AFP/Ian Kington

Arsenal vann öruggan sigur á Brentford, 3:0, í Lundúnaslag liðanna í ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu í dag.

William Saliba skoraði á 17. mínútu eftir sendingu frá Bukayo Saka og tíu mínútum síðar bætti Gabriel Jesus við marki eftir sendingu frá Granit Xhaka.

Fabio Vieira gulltryggði sigurinn með marki á 53. mínútu og aftur var það Saka sem lagði markið upp.

Arsenal er þá komið í toppsætið á ný með 18 stig eftir sjö leiki, einu stigi meira en Manchester City og Tottenham sem unnu örugga sigra í gær og eru með 17 stig.

mbl.is