Sá yngsti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Ethan Nwaneri í leiknum í dag.
Ethan Nwaneri í leiknum í dag. AFP/Ian Kington

Ethan Nwaneri, leikmaður Arsenal, braut í dag blað í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla þegar hann varð yngsti leikmaðurinn til þess að koma við sögu í leik í deildinni.

Sóknarmaðurinn Nwaneri kom inn á sem varamaður í uppbótartíma þegar Arsenal vann öruggan 3:0-útisigur á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu í dag.

Í dag er hann aðeins 15 ára, fimm mánaða, þriggja vikna og sex daga gamall og stórsló þar með fyrra metið, sem Harvey Elliott átti.

Elliott var 16 ára og 30 daga gamall þegar hann kom inn á sem varamaður í leik með Fulham í deildinni undir lok tímabilsins 2018/2019. Hann leikur nú með Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert