Gylfi: Held að Grealish sé enginn City-maður

Í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi ræddu þeir Gylfi Einarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Tómas Þór Þórðarson um Jack Grealish, leikmann Englandsmeistara Manchester City.

Frá því að hann var keyptur fyrir 100 milljónir punda þarsíðasta sumar hefur hann ekki mikið skorað né lagt upp af mörkum og telur Gylfi til að mynda að Grealish henti betur að spila í minna liði þar sem hann geti verið prímusmótorinn í sóknarleik.

Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert