Leikmenn United fengu matareitrun

Cristiano Ronaldo fagnar marki í leiknum.
Cristiano Ronaldo fagnar marki í leiknum. AFP/Daniel Mihailescu

Nokkrir leikmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United fengu matareitrun er liðið mætti Sheriff frá Moldóvu í Evrópudeildinni á fimmtudaginn var.

Liðið fór heim með einkaþotu samdægurs en degi síðar fór leikmönnum að líða illa. The Sun greinir frá því að tólf manns hafi veikst og ekki verið með á æfingum á föstudag og laugardag.

United-menn gátu þakkað fyrir að leik liðsins við Leeds var frestað, vegna útfarar Elísabetar II. Englandsdrottningar, en hann átti að fara fram í gær.  

mbl.is