Rodgers rekinn?

Brendan Rodgers er valtur í sessi þessa dagana.
Brendan Rodgers er valtur í sessi þessa dagana. AFP/Adrian Dennis

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester á Englandi, þykir afar valtur í sessi þessa dagana.

Enski miðillinn The Telegraph greinir frá því í dag en framtíð norðurírska stjórans sé í mikilli óivissu og að hann gæti verið rekinn frá félaginu í landsleikjahléinu sem nú er framundan.

Rodgers, sem er 49 ára gamall, tók við stjórnartaumunum hjá Leicester í febrúar árið 2019 eftir að Frakkinn Claude Puel var rekinn.

Hann gerði Leicester að bikarmeisturum árið 2021 en gengi liðsins á tímabilinu hefur ekki verið gott.

Leicester situr sem stendur í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með einungis 1 stig eftir fyrstu sjö umferðirnar og þá hefur liðið fengið á sig 22 mörk í deildinni, mest allra liða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert