Selfyssingurinn mætti aftur og lagði upp

Jón Daði Böðvarsson lagði upp mark fyrir Bolton.
Jón Daði Böðvarsson lagði upp mark fyrir Bolton. Ljósmynd/@OfficialBWFC

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson er búinn að jafna sig á meiðslum og kominn aftur á fótboltavöllinn en hann lagði upp annað mark Bolton er liðið tapaði fyrir Tranmere í bikarkeppni neðri deilda Englands í kvöld.

Jón Daði var í byrjunarliði Bolton, lék allan leikinn, og lagði upp jöfnunarmark á Conor Carty í uppbótartíma. Markið tryggði Bolton vítaspyrnukeppni, en þar hafði Tranmere að lokum betur, 5:4.

Þrátt fyrir úrslitin er Bolton í toppsæti síns riðils með fjögur stig og Tranmere í öðru sæti með tvö, en hvort lið fær eitt stig fyrir jafntefli og sigurliðið í vítakeppni fær eitt aukastig. Varalið Leeds og Crewe eru einnig í riðlinum.

mbl.is