Vilja breyta ensku bikarkeppnunum

Liverpool varð enskur bikarmeistari á síðustu leiktíð.
Liverpool varð enskur bikarmeistari á síðustu leiktíð. AFP

Félög ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta funda á morgun og á meðal umræðuefna eru breytingar á enska bikarnum og enska deildabikarnum.

Forráðamenn félaga eru orðnir þreyttir á gríðarlegu álagi leikmanna, sérstaklega hjá liðum sem eru í Evrópukeppnum.  

The Times greinir frá að félög vilji að frá og með árinu 2024 verði ekki endurteknir leikir í enska bikarnum og að úrvalsdeildarfélög megi bara nota leikmenn sem eru 21 árs eða yngri í deildabikarnum.

Einnig gæti farið svo að félögin óski eftir því að deildabikarinn verði einungis fyrir lið í neðri deildum Englands.

Á meðan að fótboltinn á Englandi var að komast aftur af stað eftir hlé vegna kórónuveirunnar voru ekki endurteknir leikir í bikarkeppninni, sem reyndist vinsælt hjá stórum félögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert