Conte, ten Hag og O’Neil tilnefndir sem stjóri mánaðarins

Erik ten Hag er tilnefndur sem knattspyrnustjóri septembermánaðar.
Erik ten Hag er tilnefndur sem knattspyrnustjóri septembermánaðar. AFP/Oli Scarff

Enska úrvalsdeildin tilkynnti í morgun hvaða þrír knattspyrnustjórar eru tilnefndir sem stjóri septembermánaðar.

Það eru þeir Antonio Conte hjá Tottenham Hotspur, Erik ten Hag hjá Manchester United og Gary O’Neil, bráðabirgðastjóri nýliða Bournemouth.

Bæði Conte og ten Hag stýrðu liðum sínum til tveggja sigra í tveimur leikjum í mánuðinum og O’Neil stýrði Bournemouth til eins sigurs og eins jafnteflis.

mbl.is