Tveir Danir tilnefndir sem leikmaður mánaðarins

Philip Billing skorar fyrir Bournemouth gegn Newcastle United um síðustu …
Philip Billing skorar fyrir Bournemouth gegn Newcastle United um síðustu helgi. AFP/Lindsey Parnaby

Enska úrvalsdeildin hefur tilkynnt hvaða sex leikmenn eru tilnefndir sem leikmaður septembermánaðar. Þeirra á meðal eru tveir danskir miðjumenn.

Það eru þeir Philip Billing hjá Bournemouth og Pierre-Emile Höjbjerg hjá Tottenham Hotspur.

Hinir fjórir sem eru tilnefndir eru þeir Kevin De Bruyne hjá Manchester City, Marcus Rashford hjá Manchester United, Jacob Ramsey hjá Aston Villa og Alex Iwobi hjá Everton.

Flest lið léku aðeins tvo leiki í deildinni í septembermánuði eftir að leikjum var frestað vegna andláts Elísabetar II. Englandsdrottningar.

mbl.is