Næsti leikur gæti ráðið úrslitum hjá Rodgers

Brendan Rodgers þykir afar valtur í sessi.
Brendan Rodgers þykir afar valtur í sessi. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, mun fá tækifæri til þess að snúa gengi liðsins við í ensku úrvalsdeildinni.

Það er The Athletic sem greinir frá þessu en á mánudaginn bárust fréttir af því að norðurírski stjórinn yrði mögulega rekinn frá félaginu í landsleikjahléinu.

Rodgers verður hins vegar við stjórnvölin þegar liðið tekur á móti nýliðum Nottingham Forest þann 3. október í Leicester.

Í frétt The Athletic kemur einnig fram að ef stemningin á vellinum verði dræm, og úrslitin Leicester í óhag, þá gæti Rodgers verið rekinn strax eftir leik.

Stjórinn, sem er 49 ára gamall, tók við Leicester í febrúar 2019 og gerði liðið meðal annars að bikarmeisturum árið 2021 en liðið er í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar með 1 stig eftir fyrstu sjö umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert