Meiddist og Manchester-slagurinn í óvissu

Hlúð að svekktum John Stones í kvöld.
Hlúð að svekktum John Stones í kvöld. AFP/Glyn Kirk

John Stones, miðvörður Englandsmeistara Manchester City og enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik í 3:3-jafntefli Englands gegn Þýskalandi í Þjóðadeild UEFA í kvöld.

Stones fór út af á 37. mínútu í stöðunni 3:3 og í hans stað kom samherji hans hjá Man. City, Kyle Walker.

Stones virtist hafa meiðst aftan á læri er hann gekk af velli.

Er þátttaka hans í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni, Manchester-slagnum gegn Manchester United á Etihad-vellinum næstkomandi sunnudag, því í óvissu.

mbl.is