Enskur landsliðsmaður leggur skóna á hilluna

Fabian Delph í leik með Everton.
Fabian Delph í leik með Everton. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Fabian Delph hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 32 ára að aldri.

Delph var síðast á mála hjá Everton en fékk ekki nýjan samning þar á bæ enda einkenndist vera hans hjá liðinu af þrálátum meiðslum. Lék hann aðeins 35 deildarleiki á þremur tímabilum í Bítlaborginni Liverpool.

Þar á undan lék Delph með Manchester City, þar sem hann varð Englandsmeistari í tvígang.

Einnig lék Delph fyrir Aston Villa og Leeds United, þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn ungur að árum.

Hann lék þá 20 landsleiki fyrir England á árunum 2014 til 2019.

mbl.is