Verður David Moyes rekinn?

David Moyes hefur stýrt West Ham frá árinu 2019.
David Moyes hefur stýrt West Ham frá árinu 2019. AFP/Glyn Kirk

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er afar valtur í sessi þessa dagana.

Það er Telegraph sem greinir frá þessu en West Ham hefur ekki byrjað tímabilið vel og situr í 18. sæti deildarinnar með 4 stig eftir fyrstu sjö umferðirnar.

Moyes, sem er 59 ára gamall, tók við stjórnartaumunum hjá West Ham árið 2019 en undir hans stjórn endaði liðið í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

Liðið hefur hins vegar aðeins unnið einn leik á tímabilinu til þessa, gegn Aston Villa, en West Ham er sem stendur þremur stigum frá öruggu sæti.

mbl.is