Kemur aftur í markið

Jordan Pickford gengur af velli eftir að hafa haldið hreinu …
Jordan Pickford gengur af velli eftir að hafa haldið hreinu í leik Everton gegn Liverpool. Meiðsli sem hann varð fyrir þar urðu til þess að hann lék ekki meira í mánuðinum. AFP/Oli Scarff

Enski landsliðsmaðurinn Jordan Pickford getur spilað með Everton á ný um næstu helgi þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fer af stað á ný eftir landsleikjahléið.

Pickford meiddist í leik Everton og Liverpool fyrr í þessum mánuði og missti af leikjum enska landsliðsins gegn Ítalíu og Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frank Lampard knattspyrnustjóri Everton staðfesti í dag að hann væri heill heilsu og myndi spila gegn Southampton um helgina.

mbl.is