Meiddist í landsleikjahléinu

Nathan Patterson borinn af velli í leik Skotlands og Úkraínu.
Nathan Patterson borinn af velli í leik Skotlands og Úkraínu. AFP/Andy Buchanan

Knattspyrnumaðurinn Nathan Patterson, hægri bakvörður Everton og skoska landsliðsins, meiddist á ökkla í leik með Skotlandi gegn Úkraínu í síðustu viku og verður af þeim sökum frá í rúman mánuð.

Hinn tvítugi Patterson hefur fest sig í sessi sem byrjunarliðsmaður hjá báðum liðum og hefur til að mynda spilað hverja einustu mínútu í sjö leikjum fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili.

Hann var borinn meiddur af velli í 3:0-sigri Skotlands gegn Úkraínu í Þjóðadeild UEFA í síðustu viku og er reiknað með því að hann verði frá í allt að fimm vikur vegna ökklameiðsla.

Á þeim tíma gæti hann misst af allt að sjö leikjum Everton í úrvalsdeildinni.

mbl.is