Þvílíkt mark hjá Dagnýju (myndskeið)

Dagný Brynjarsdóttir skoraði fallegt mark í gær.
Dagný Brynjarsdóttir skoraði fallegt mark í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagný Brynjarsdóttir skoraði mark West Ham er liðið mátti þola 1:3-tap fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Markið var mjög huggulegt; bylmingsskalli eftir hornspyrnu. Kom það strax á 3. mínútu og tókst Chelsea að snúa taflinu sér í vil.

Paul Konchesky, þjálfari West Ham, hrósaði Dagnýju fyrir markið í viðtali við BBC eftir leik.

„Kannski kom markið aðeins of snemma, en þvílíkur skalli!“ sagði Englendingurinn. „Því miður náðum við ekki að halda forskotinu út hálfleikinn,“ bætti hann við.

Skallamarkið glæsilega má sjá hér:

mbl.is