Áfall fyrir Manchester United

Harry Maguire verður fjarri góðu gamni um helgina.
Harry Maguire verður fjarri góðu gamni um helgina. AFP/Oli Scarff

Harry Maguire, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Manchester United, verður ekki með liðinu á sunnudaginn kemur þegar United heimsækir Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á Etihad-völlinn í Manchester.

Þetta tilkynnti Erik ten Hag, stjóri United, á blaðamannafundi United fyrir stórleik helgarinnar í dag.

Maguire, sem er 29 ára gamall, er að glíma við meiðsli aftan í læri og er óvíst hvenær varnarmaðurinn verður klár í slaginn á nýjan leik en hann hefur ekki átt fast sæti í liði United á leiktíðinni.

Það má því búast við því að þeir Raphaël Varane og Lisandro Martínez verði í hjarta varnarinnar hjá United þegar liðið heimsækir City, líkt og í undanförnum leikjum liðsins.

City er með 17 stig í öðru sæti deildarinnar á meðan United er í fimmta sætinu með 12 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert