Ástralinn ungi búinn að semja við Newcastle

Newcastle United hefur fest kaup á efnilegum framherja.
Newcastle United hefur fest kaup á efnilegum framherja. AFP

Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Newcastle United hef­ur fest kaup á hinum bráðefni­lega ástr­alska fram­herja, Garang Kuol. Kemur hann frá ástralska liðinu Central Co­ast Mar­in­ers og gengur til liðs við Newcastle í janúar.

Newcastle greiðir 300.000 pund fyrir Kuol, sem er nýorðinn 18 ára og hef­ur skorað fjög­ur mörk í níu deild­ar­leikj­um fyr­ir Central Co­ast á tíma­bil­inu.

Líklegt er talið að hann verði lánaður til annars liðs í Evrópu strax í janúar.

Upphæðin gæti hækkað uppfylli Kuol ýmis ákvæði á meðan dvöl hans hjá Newcastle stendur.

Á dög­un­um lék hann sinn fyrsta A-lands­leik fyr­ir Ástr­al­íu er hann kom inn á sem varamaður í vináttu­lands­leik gegn Nýja-Sjálandi.

Kuol er fædd­ur í Egyptalandi en fjöl­skylda hans er frá Súd­an. Fjöl­skyld­an flúði fyrst frá stríðshrjáðu land­inu til Egypta­lands og þaðan til Ástr­al­íu, þar sem hann hef­ur al­ist upp.

mbl.is