Lykilmaður Liverpool snýr aftur

Ibrahima Konaté er klár í slaginn.
Ibrahima Konaté er klár í slaginn. AFP/Paul Ellis

Ibrahima Konaté, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir langvarandi meiðsli.

Þetta tilkynnti Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, á blaðamannafundi í dag en Liverpool undirbýr sig nú fyrir mikilvægan leik gegn Brighton á Anfield á morgun.

Konaté, sem er 23 ára gamall, var fastamaður í liði Liverpool á síðustu leiktíð og myndaði afar öflugt miðvarðapar með Virgil van Dijk.

Franski varnarmaðurinn hefur hins vegar ekkert spilað með Liverpool á tímailinu eftir að hafa meiðst á hné á undirbúningstímabilinu.

Liverpool hefur ekki farið vel af stað á tímabilinu en liðið er með 9 stig í áttunda sætinu, 9 stigum færra en topplið Arsenal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert