Nkunku í læknisskoðun hjá Chelsea

Christopher Nkunku í leik með RB Leipzig fyrr á tímabilinu.
Christopher Nkunku í leik með RB Leipzig fyrr á tímabilinu. AFP/Ronny Hartmann

Enska knattspyrnufélagið Chelsea skipulagði læknisskoðun fyrir Christopher Nkunku, sóknarmann RB Leipzig, vegna fyrirhugaðra kaupa Lundúnafélagsins á honum næstkomandi sumar.

ESPN greinir frá því að Chelsea hafi komið á fót læknisskoðun í Frankfurt fyrir nokkrum vikum, með aðila úr læknateymi félagsins á svæðinu.

Nkunku er sagður vera falur fyrir 60 milljónir evra næsta sumar og hefur verið sagt að Chelsea hafi viljað koma sér fremst í röð áhugasamra félaga með því að boða hann í læknisskoðun.

Manchester United, Real Madríd og Bayern München eru á meðal þeirra félaga sem eru einnig sögð áhugasöm um Nkunku, sem skoraði 35 mörk í 52 leikjum í öllum keppnum fyrir Leipzig á síðasta tímabili og er kominn með sex mörk í 11 leikjum á yfirstandandi tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert