Rashford valinn leikmaður mánaðarins

Marcus Rashford fagnar öðru marki sínu gegn Arsenal í byrjun …
Marcus Rashford fagnar öðru marki sínu gegn Arsenal í byrjun mánaðarins. AFP/Oli Scarff

Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, hefur verið útnefndur besti leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla.

Rashford skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í tveimur leikjum Man. United í september, en flest lið léku aðeins tvo leiki í deildinni í mánuðinum eftir að leikjum var frestað vegna fráfalls Elísabetar II Englandsdrottningar.

Hann lagði upp sigurmarkið í 1:0-sigri á Leicester City og skoraði svo tvívegis og lagði upp annað mark í sterkum 3:1-sigri á toppliði Arsenal.

mbl.is