Lundúnaslagur af bestu gerð

Gabriel Jesus hefur farið vel af stað með Arsenal.
Gabriel Jesus hefur farið vel af stað með Arsenal. AFP/Ian Kington

Enska úrvalsdeildin í fótbolta hefur göngu sína á nýjan leik í dag eftir landsleikjahlé er sjö leikir fara fram.

Stórleikur dagsins hefst klukkan 11.30 en þá mætast grannarnir Arsenal og Tottenam á Emirates-velli Arsenal-manna.

Bæði lið hafa farið vel af stað á tímabilinu. Arsenal er í toppsætinu með 18 stig og Tottenham í þriðja sæti með 17.  

Crystal Palace og Chelsea eigast við í öðrum Lundúnaslag klukkan 14 og leikur Liverpool og Brighton á sama tíma. Sýnt er beint frá Anfield á mbl.is í opinni dagskrá.

Síðasti leikur dagsins er í London, en West Ham fær Wolves í heimsókn klukkan 16.30.

Leikir dagsins í ensku úrvalsdeildinni:
11.30 Arsenal – Tottenham
14.00 Bournemouth – Brentford
14.00 Crystal Palace – Chelsea
14.00 Fulham – Newcastle
14.00 Liverpool – Brighton
14.00 Southampton – Everton
16.30 West Ham – Wolves

mbl.is