Mörkin: Glæsimark Gallagher tryggði Chelsea sigur

Crystal Palace og Chel­sea mættust á Selhurst Park í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í dag.

Con­or Gallag­her reynd­ist hetj­a Chelsea gegn sín­um gömlu fé­lög­um er hann skoraði einstaklega laglegt sigurmark á lokamínútu leiksins.

Od­sonne Édou­ard kom heima­mönn­um í for­ystu á 8. mín­útu en Pier­re-Emerick Auba­meyang jafnaði met­in fyr­ir Chel­sea þegar sjö mín­út­ur voru eft­ir af fyrri hálfleik.

Allt stefndi í jafn­tefli áður en fyrr­nefnd­ur Gallag­her, sem komið hafði inn á sem varamaður, skoraði sig­ur­markið á 90. mín­útu og tryggði Gra­ham Potter sig­ur í fyrsta deild­ar­leik hans sem stjóri Chel­sea.

Þeir blá­klæddu hafa unnið fjóra leiki af átta og eru með 13 stig. Crystal Palace sit­ur eft­ir með sárt ennið en liðið er í 16. sæti með 6 stig.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert