Mörkin: Newcastle skoraði fjögur í Lundúnum

Newcastle vann sann­fær­andi 4:1 úti­sig­ur gegn Ful­ham á Craven Cottage-vellinum í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Nathaniel Chalobah í liði Ful­ham lét reka sig af velli eft­ir aðeins átta mín­útna leik. Call­um Wil­son kom Newcastle þá á bragðið stuttu síðar og Sean Longstaff og Migu­el Almíron bættu við mörk­um áður en Bobby Reid skoraði sárabótamark fyrri heima­menn 89. mín­útu.

Þetta var aðeins ann­ar sig­ur Newcastle á tíma­bil­inu í átta leikj­um en liðið hef­ur gert fimm jafn­tefli hingað til og er nú með 11 stig, líkt og Ful­ham.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert