Selfyssingurinn gulltryggði sigurinn

Jón Daði Böðvarsson fagnar markinu sínu í dag.
Jón Daði Böðvarsson fagnar markinu sínu í dag. Ljósmynd/Bolton

Bolton fór upp í sjötta sæti ensku C-deildarinnar í fótbolta með 2:0-heimasigri á Lincoln í dag.

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson byrjaði á bekknum hjá Bolton, kom inn á sem varamaður á 73. mínútu og gulltryggði 2:0-sigur með marki á 84. mínútu.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley er liðið þurfti að sætta sig við 1:1-jafntefli á útivelli gegn Cardiff í B-deildinni.

Íslenski landsliðsmaðurinn fór af velli á 64. mínútu í stöðunni 1:0, eftir að Natahn Tella hafði komið Burnley yfir á 48. mínútu. Callum Robinson jafnaði fyrir Cardiff á lokamínútunni. Burnley er í fjórða sæti deildarinnar með 18 stig.

mbl.is