Sýnt beint frá Liverpool og suðurströndinni á mbl.is

Roberto Firmino skorar fyrir Liverpool gegn Bournemouth fyrr á tímabilinu …
Roberto Firmino skorar fyrir Liverpool gegn Bournemouth fyrr á tímabilinu en bæði lið verða í beinum útsendingum á mbl.is í dag. AFP/Oli Scarff

Tveir leikir úr áttundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem hefjast í Liverpool og á suðurströndinni klukkan 14.00 verða sýndir beint hér á mbl.is. 

Annars vegar er það viðureign Liverpool og Brighton á Anfield í Liverpool og hinsvegar viðureign Bournemouth og Brentford á Vitaly-leikvanginum í Bournemouth á suðurströnd Englands.

Útsendingarnar hefjast kl. 13.30 með upphitun á Símanum Sport og eru á sérvefnum Enski boltinn. Flautað er til leikjanna klukkan 14.00.

Brighton mætir til leiks á Anfield fjórum stigum ofar en Liverpool, er með 13 stig, en Liverpool er með 9 stig í áttunda sætinu og á einn frestað leik til góða.

Eitt stig skilur að lið Bournemouth og Brentford um miðja deild. Brentford er með 9 stig í níunda sætinu en Bournemouth er með átta stig í tólfta sætinu.

mbl.is