West Ham upp úr fallsæti eftir sigur á Wolves

Jarod Bowen fagnar marki sínu í dag.
Jarod Bowen fagnar marki sínu í dag. AFP/Ian Kington

West Ham vann mikilvægan 2:0 sigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ítalinn Gianluca Scamacca skoraði fyrsta mark sitt í efstu deild á Englandi þegar hann kom heimamönnum í forystu eftir tæpan hálftíma leik.

Jarod Bowen bætti svo við öðru marki West Ham á 54. mínútu og þar við sat.

West Ham fer upp úr fallsæti með sigrinum en liðið er með sjö stig eftir átta leiki. Wolves færist hins vegar nær botninum og er liðið nú í 18. sæti með sex stig.

mbl.is