Klopp: Hræðilegt að horfa á þetta

Jürgen Klopp lætur í sér heyra í gær.
Jürgen Klopp lætur í sér heyra í gær. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki sérlega hrifinn af frammistöðu sinna manna í 3:3-jafnteflinu gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Brighton komst í 2:0 í fyrri hálfleik en Liverpool sneri taflinu við og komst í 3:2. Leandro Trossard jafnaði hins vegar fyrir Brighton sjö mínútum fyrir leikslok og þar við sat, en Trossard skoraði þrennu í leiknum.

„Fyrir nokkrum árum leið mér alltaf illa þegar við vorum 1:0 yfir og það var lítið eftir, því við vorum ekki sannfærandi. Hitt liðið var alltaf líklegt til að jafna. Mér leið aftur þannig í dag,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Ég veit ekki hversu oft ég sá sóknarmennina þeirra komast á milli miðju og varnar hjá okkur. Það var hræðilegt, virkilega hræðilegt að horfa á þetta. Það er pressa á okkur og við getum ekki hundsað það. Við verðum að vera betri,“ sagði Klopp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert