Lage rekinn frá Úlfunum

Bruno Lage hefur verið látinn taka pokann sinn.
Bruno Lage hefur verið látinn taka pokann sinn. AFP/Ian Kington

Enska knattspyrnufélagið Wolverhampton Wanderers hefur tekið ákvörðun um að víkja portúgalska knattspyrnustjóranum Bruno Lage frá störfum eftir slaka byrjun liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Úlfarnir töpuðu 0:2 fyrir West Ham United í deildinni í gær og reyndist það síðasta hálmstráið þar liðið er með aðeins 6 stig að loknum átta leikjum í 18. sæti, fallsæti.

Lage tók við sem knattspyrnustjóri þarsíðasta sumar og stýrði liðinu í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili.

Úlfarnir hafa alls aðeins unnið einn af síðustu 15 deildarleikjum og þótti því kínverskum eigendum félagsins, Fosun, nóg um og ákváðu að breyta til.

mbl.is