Lage rekinn frá Úlfunum

Bruno Lage hefur verið látinn taka pokann sinn.
Bruno Lage hefur verið látinn taka pokann sinn. AFP/Ian Kington

Enska knattspyrnufélagið Wolverhampton Wanderers hefur tekið ákvörðun um að víkja portúgalska knattspyrnustjóranum Bruno Lage frá störfum eftir slaka byrjun liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Úlfarnir töpuðu 0:2 fyrir West Ham United í deildinni í gær og reyndist það síðasta hálmstráið þar liðið er með aðeins 6 stig að loknum átta leikjum í 18. sæti, fallsæti.

Lage tók við sem knattspyrnustjóri þarsíðasta sumar og stýrði liðinu í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili.

Úlfarnir hafa alls aðeins unnið einn af síðustu 15 deildarleikjum og þótti því kínverskum eigendum félagsins, Fosun, nóg um og ákváðu að breyta til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert