Tíu leikmenn Leeds náðu í stig

Luis Sinisterra fær fyrra af tveimur gulum spjöldum í dag.
Luis Sinisterra fær fyrra af tveimur gulum spjöldum í dag. AFP/Nigel Roddis

Leeds og Aston Villa skildu jöfn, 0:0, í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Luis Sinisterra, kólumbíski landsliðsmaðurinn í liði Leeds, fékk sitt annað gula spjald á 48. mínútu og lék Leeds því manni færri nær allan seinni hálfleikinn.

Fyrir vikið var Aston Villa mun meira með boltann og líklegri til að skora en vörn Leeds stóð vel og Illan Meslier í marki Leeds varði nokkrum sinnum mjög vel.

Leeds er í tólfta sæti með níu stig eftir sjö leiki og Aston Villa í fjórtánda sæti með átta stig.  

mbl.is