Eiður Smári: Mun pottþétt fá rautt spjald í næsta leik

Margrét Lára Viðarsdóttir og Eiður Smári Guðjohnsen voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport.

Á meðal þess sem þau ræddu var miðjumaðurinn Thomas Partey, sem hefur spilað mjög vel með Arsenal á leiktíðinni. Átti leikmaðurinn afar góðan leik í 3:1-sigri Arsenal á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardag.

Margrét hrósaði Partey m.a. fyrir að vera skynsamur í sínum aðgerðum og Eiður grínaðist með að hann hlyti að fá rautt spjald í næsta leik vegna ummælanna. 

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is