Dómarinn á spítala eftir árás leikmanns

Dómarinn var lagður inn á spítala eftir líkamsárás.
Dómarinn var lagður inn á spítala eftir líkamsárás. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enska knattspyrnusambandið hefur hafið formlega rannsókn á atviki sem átti sér stað í einni af fjölmörgum utandeildum þar í landi um síðastliðna helgi.

Leikmaður Platt Bridge réðst þá á dómarann sem dæmdi leik liðsins við Wigan Rose með þeim afleiðingum að dómarinn endaði á sjúkrahúsi með alvarlega áverka.

Félagið hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem það harmar atvikið og heitir því að leikmaðurinn fái ekki að leika með liðinu aftur.

Dómarinn, sem heitir David Brashaw, greindi frá á Twitter að hann sé á batavegi eftir árásina.

Árásir á dómara hafa færst í aukana á undanförnum árum og greindi knattspyrnusambandið frá því að nú sé komið nóg. Mun sambandið gera hvað það getur til að auka öryggi dómara. 

mbl.is