Eins og besta liðið hafi nælt sér í svindlkarl

Svindlkarl?
Svindlkarl? AFP/Lindsey Parnaby

Ég játa að ég skil ekki fullkomlega norska knattspyrnumanninn Erling Haaland. Skil ekki hvernig er hægt að vera þetta góður í að skora mörk.

Það er svolítið eins og Manchester City, sem fyrir var besta lið Englands, hafi nælt sér í svindlkarl. Ég tala nú ekki um þegar Kevin De Bruyne, besti sendingamaður heims, er fyrir hjá liðinu og setur boltann svo til alltaf á réttan stað. Það er ágætt fyrir sóknarmann eins og Haaland sem virðist varla geta tekið rangt hlaup.

Að skora 14 mörk í átta fyrstu leikjunum þínum í ensku úrvalsdeildinni er magnað afrek. Ekki síður magnað er það að skora þrennu þrívegis í þessum átta leikjum. Haaland er þá fyrsti leikmaðurinn í 30 ára sögu úrvalsdeildarinnar til að skora þrennu í þremur heimaleikjum í röð.

Bakvörðinn má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »